Reiki

Hvað er Reiki?

Guðlega stýrð lífsorka.
Það er vitund Guðs, sem kallast Rei, sem stjórnar lífmættinum Ki í því sem við köllum Reiki. Þess vegna má skilgreina Reiki sem orku, sem stjórnað er af hinu andlega. Þetta er þýðingarmikil túlkun á orðinu Reiki. Það kemst næst því að lýsa þeirri reynslu sem fólk hefur haft af því, þ.e. það stjórnar sjálfu sér með sinni eigin þekkingu og sýnir engin viðbrögð við skipunum sérfræðingsins.

Nota allir græðendur Reiki?
Allir græðendur nota lífmáttinn eða Ki, en ekki allir Reiki. Reiki er sérstök tegund lífmáttar sem aðeins sá sem hefur lært það getur notað. Flestir græðendur sem hafa ekki fengið Reiki-vígslu frá Reiki-meistara eru ekki að stunda Reiki heldur aðra tegund af lífmætti. Þeir sem stunda einhverskonar heilun segja að máttur þeirra til að græða hafi aukist um allt að 50% eftir að hafa farið í Reiki þjálfun.

Vígslan.
Reiki er ekki kennt á sama hátt og önnur heilun. Það er flutt til nemandans af Reikimeistaranum með vígslu. Þessi víxla beinist að höfði, hjarta og lófa. Vígslan er öflug andleg reynsla. Vígsluorkan er send til nemandans í gegnum Reikimeistarann. Aðferðinni er stjórnað af Rei eða vitund Guðs. Vígslunni er einnig fylgt eftir af leiðbeinendum og öðrum andlegum verum sem hjálpa til við aðgerðina. Margir hafa greint frá dularfullri reynslu eins og skilaboðum, græðslu, sýnum og glömpum úr fyrra lífi. Vígslan getur einnig eflt skyggnigáfu.

 

 

Saga Reikis:

 

usuiDr. Mikao Usui.

Dr. Mikao Usui fæddist í Japan á miðri síðustu öld. Hann hreifst af löngun Búddha til að hjálpa öðrum og hinum óvenjulegu yfirnáttúrulegu eiginleikum sem hann öðlaðist. Hann tók einnig eftir því að Búddha var sagður geta læknað líkamlega kvilla og að margir lærisveinar hans öðluðust einnig þá eiginleika með því að feta í fótspor hans.

Dr. Usui sá að það voru margir sem ekki gátu lifað eðlilegu lífi vegna einhverra veikinda. Hann langaði til að öðlast þá eiginleika að geta læknað líkamlega sjúkdóma á sama hátt og Búddha hafði gert. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér komst hann að þeirri niðurstöðu að úr því að hægt hefði verið að lækna fólk á þennan hátt áður fyrr, þá væri það ennþá hægt. Með þetta í huga byrjaði hann að leita að leyndarmáli þessara lækninga.

Hann byrjaði á því að spyrja Búddhíska kennara og presta. En sá eiginleiki, að geta læknað, var annaðhvort geymd sem Búddhísk leyniaðferð eða var gleymd og grafin. Dr. Usui ferðaðist um Japan og spurði ýmissa spurninga um lækningar. Prestarnir og munkarnir, sem hann talaði við, svöruðu alltaf á sama hátt. Þeir sögðust hafa þekkt aðferð til að lækna sársauka en sú aðferð hefði glatast fyrir langa löngu þegar þeir byrjuðu að einbeita sér að andlegum lækningum. Usui fékk að skoða handrit hvers musteris og öðru hverju fann hann eitthvað um lækningar sem hann skrifaði hjá sér.

Á þessum ferðalögum kyntist hann ábóta nokkrum sem bauð honum að vera um kyrrt. Ábóti þessi hafði einnig áhuga á líkamlegum lækningum og hvatti Usui mjög. Til þess að geta lesið hinar heilögu bækur á frummáli lærði Usui kínversku og sanskrít. Það var síðan í indversku trúarriti, skrifuðu á sanskrít, sem hann fann upplýsingarnar sem hann hafði leitað að. En það var einungis aðferðin, hann átti eftir að öðlast eiginleikan að geta læknað og skilning á aðferðinni. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það eina sem hann gæti gert núna væri að fara eftir æfingunum sem tilgreindar voru með aðferðinni. Hann fór því næst til Kori-yama fjalls þar sem hann fastaði og hugleiddi í 21 dag.

Þegar hann hafði hugleitt í 21 varð hann fyrir mikilli andlegri upplifun. Það var um nótt rétt fyrir dögun sem hann sá ljóssúlu birtast. Þegar hann horfði á ljósið, vissi hann að ljósið var með vitund. Hann gerði sér einnig ljóst að ljósið hafði þann lækningamátt sem hann var að leita að. Til þess að öðlast þennan lækningamátt þurfti ljósið að tengjast honum en hann vissi að ljósið væri svo öflugt að það gæti orðið honum að bana. Hann þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Hann vissi að sá eiginleiki að geta læknað sjúka var svo mikilvægur að það væri þess virði að hætta lífinu til að öðlast hann.

Ljósgeislinn lenti á enni hanns og hann missti meðvitund. Hann yfirgaf líkama sinn og sá fallegar ljóskúlur fylltar með allskonar litum og táknum. Hann sameinaðist hverju tákni fyrir sig og fékk þekkingu á notkun þess. Þannig kynntist hann lækningamætti Reikis.

Dr. Usui stundaði og kenndi Reiki um allt Japan það sem eftir var af lífi hans. Áður en hann andaðist um 1930 vígði hann 16 kennara.

 

 

hayashiDr. Chujiro Hayashi.

Í kringum 1925 vígði Dr. Usui Dr. Hayashi sem var þá 47 ára að aldri. Þegar Dr. Usui dó tók Dr. Hayashi að sér að vernda og kenna Reikið svo það glataðist ekki. Fram að þessu hafði Reiki samanstaðið af orkunni sjálfri, táknunum, vígslunni og hugsjónum reikis. Þetta var það sem Dr. Usui hafði fengið á Kori-yama fjalli og þróað áfram af innsæi sínu. Dr. Hayashi hélt áfram þessari þróun.

Hann opnaði Reiki lækningastofu í Tokyo og hélt nákvæmar skrár um meðferðir sem voru gefnar. Hann notaði þessar upplýsingar til að semja staðlaðar handstöður, þriggja gráðu kerfið og vígsluaðferðirnar. Þegar stríðið skall á vissi Dr. Hayashi að flestir karlmennirnir yrðu kallaðir til herþjónustu og til að vera viss um að Reikið týndist ekki, ákvað hann að kenna tveimur konum allar kennsluaðferðirnar, konunni sinni og Hawayo Takata.

 

 

hawayo-takata3Hawayo Takata.

Hawayo Takata fæddist á eyjunni Kauai skammt frá Hawaii þann 24. desember árið 1900. Foreldrar hennar voru japanskir innflytjendur og faðir hennar vann á sykurplantekru. Hún giftist Saichi Takata og eignuðust þau tvær dætur. Hún varð síðan ekkja aðeins 30 ára gömul. Til að geta séð fyrir fjölskyldu sinni vann Takata hörðum höndum og það tók sinn toll. Eftir fimm ára strit veiktist hún í kviðarholi og lungum og fékk auk þess taugaáfall.

Þá lést systir hennar og tók hún að sér að fara með fréttina til Japans til foreldra sinna. Hún vildi líka leita læknishjálpar í Japan. Eftir að hafa hitt foreldra sína, lagðist hún inn á spítala. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með æxli, gallsteina og botnlangabólgu. Hún hvíldist í nokkrar vikur og átti síðan að fara í aðgerð.

Rétt fyrir aðgerðina heyrði hún rödd sem sagði “Þessi aðgerð er ekki nauðsynleg, þessi aðgerð er ekki nauðsynleg.” Hún hafði aldrei heyrt rödd tala til sín áður og íhugaði hvað þetta gæti þýtt. Röddin endurtók skilaboðin í þriðja skiptið og hærra. Hún vissi að hún var glaðvakandi þannig að þetta gat ekki verið ímyndun svo að hún ákvað að taka mark á þessu.

Hún spurði lækninn hvort hann vissi um einhverja aðra leið til að hjálpa henni. Hann sagði henni frá Reiki lækningastofu Dr. Hayashi. Þetta var nokkuð sem frú Takata vildi reyna. Á Reiki-lækningastofunni var hún tekin í meðferð. Hún hafði aldrei heyrt um Reiki og vissi ekki hvað það var. Sjúkdómsgreiningar Reiki sérfræðingana voru nokkurn veginn þær sömu og hjá læknunum á spítalanum og jók þetta áhuga hennar og traust á Reiki aðferðinni.

Tveir Reiki sérfræðingar gáfu henni meðferð daglega. Fyrst hélt hún að þeir notuðu einhver tæki svo mikill var hitinn frá höndum þeirra. Hún truflaði meðferðina svo þeir útskýrðu fyrir henni hvað Reiki væri og hvernig það virkaði.

Frú Takata fékk meðferð daglega í fjóra mánuði og náði sér fullkomlega. Hún hreifst svo af árangrinum að hún vildi læra Reiki. Henni var sagt að það væri ekki leyfilegt að kenna neinum utanaðkomandi Reiki. Frú Takata talaði við Dr. Hayashi og bað hann um að kenna sér Reiki. Dr. Hayashi vildi kenna annarri konu, fyrir utan konuna sína, og vígði því frú Takötu. Sumarið 1936 fékk hún fyrstu gráðu Reiki. Hún vann með Dr. Hayashi í eitt ár og fékk síðan annarrar gráðu Reiki.

Árið 1937 snéri frú Takata aftur til Hawaii og fljótlega fylgdi Dr. Hayashi eftir til að hjálpa til við að styrkja Reiki á Hawaii. Árið 1938 vígði svo Dr. Hayashi frú Takata til Reiki meistara. Hún var síðasti Reiki meistarinn sem Dr. Hayashi vígði.

Á 10 ára tímabili fram að láti frú Takata 1980 vígði hún tuttugu og tvo Reiki meistara. Þessir tuttugu og tveir kennarar hafa kennt öðrum. Frá vígslu frú Takata hefur Reiki breiðst hratt út og er nú stundað um allan heim. Nú eru nálægt 1500 Reiki meistarar í heiminum og auk þeirra um ótölulegur fjöldi fólks sem leggur stund á Reiki um allan heim.

 

 

Hverjir geta lært Reiki?

Orðið Reiki er til komið af tveimur japönskum orðum, Rei og Ki. Reiki er æfagömul aðferð við að lækna með höndunum. Það er talið tíbeskt að uppruna og var týnt í margar aldir. Það var fundið upp að nýju á seinni hluta síðustu aldar af Dr. Mikao Usui.
Reiki er einföld en öflug aðferð sem allir geta lært.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s